19. feb. 2005

Jæja . þá er maður bara búinn að læra . neinei . eins og . tja var það ekki Kristján Guðmundsson . sálfræðikennari í kvennaskólanum sem sagði . maður er aldrei búinn að læra (heima). en ég er amk hættur og farinn í fríið fyrst eru það draumalöndin og svo bara barcelóna . á spáni . er ekki barcelóna líka í brasilíu . reyndar ekki fyrr en átjánþrjátíu og fimm . ég stakk upp á því við Jóhönnu sætu sænsku að við myndum bara taka daginn snemma á flugvellinum og hella okkur full fyrir brottför eins og sannir íslendingar . hún fattaði að vísu ekki brandarann en tók vel í hugmyndina

Engin ummæli: