Við Jóhanna uppgötvuðum um daginn eitt af tvöþúsund sameiginlegum áhugamálum, ljósmyndun. Svo við skelltum canonmyndavélunum okkar í viðgerð og skelltum svo auglýsingu á netið og óskuðum eftir ódýrum stækkara og framköllunargræjum. Vonuðumst til að geta fengið sett á rétt um 60 evrur. Svo hringdi kona ein á laugardag og bauð okkur "smá svona ljósmyndagræjur" frítt. Við rukum strax til og sögðumst myndu sækja að samdægurs. Þegar við komu svo á staðinn beið okkar þessi fínasti Durst 601 stækkari og tveir hlunkakassar fullir af dóti. Kom í ljós að þau höfðu starfrækt stúdíó i denn en voru löngu hætt því, ætluðu að flytja og þurftu að losna við dótið. Svo við Jóhanna erum þvi komið með eitt stykki ljósmyndastúdíó hér á Czaar Paterstraat. Með öllu tilheyrandi.
Sem er fínt
Engin ummæli:
Skrifa ummæli