Ég vaknaði einsamall í morgun og lá og hugsaði í hálftíma áður en ég staulaðist á fætur. Skellti kaffivélinni í gang og sturtaði mig. Svo lapti ég lafþunnt kaffið og las fréttir á netinu (sjáðu Siggi, með litlum!) á meðan Jack Johnson raulaði nokkur lag fyrir mig. Auðvitað er uppselt á tónleikana með honum í maí, auðvitað. Jæja, á maður nokkuð að vera að kvarta, Barcelonaferð eftir tvo og hálfan dag.
Hei þið fyrrum Barcelonabúar (og núverandi ef einhverjir lesa) gefið mér tipps um góða staði, og þá meina ég ekki endilega túristadót sem við kærustuparið höfum bæði tekið út nýlega. Nei ég meina, hvar er gott partý í Börsu?
Í les ég líklega ekki þessar þrjúhundruð síður sem eru á dagskránni, ég mun líklega stara út í loftið á bókasafninu og bölva mér í hljóði, og bókasafninu, sem ekki getur haft fleiri en eitt eintak af hverri bók. Útskýrið það fyrir mér bókasafnsfólk sem lesið þessa síðu, og ekki koma með neitt kjaftæði um plássleysi, á þessu bókasafni er önnurhver hilla tóm.
Er ég í vondu skapi
ehm
já
Engin ummæli:
Skrifa ummæli