2. feb. 2005

Ég held að Sigrún frænka mín og Jói eigi þriggja ára brúðkaupsafmæli í dag.

En ég er ógiftur. Samt á ég kærustu sem situr á gólfinu hjá mér og reykir sígarettu. Ornar sér við gashitarann og horfir út í loftið. Hvað hún er að hugsa veit ég ekki.

Ég er hins vegar að hugsa um ferðina til Barcelona eftir rúmar tvær vikur. Nú er búið að tryggja Hostel bara þarna í miðju Gotneska hverfinu. Haldiði að það sé nú huggulegt.

Damien Rice er eitthvað að raula í græjunum og nú þarf maður að fara að hugsa sér til hreyfings. Háskólinn borgaði í gær svo nú á maður eitthvern slatta af seðlum. Kannski tímabært að greiða til baka lán og borga rentu.

Engin ummæli: