7. feb. 2005

Sumir morgnar eru sumarmorgnar og aðrir morgnar eru vetrarmorgnar. Í dag var vetrarmorgunn og ég vaknaði snemma með syngjandi lagið Islands in the stream með Dolly Parton og Kenny Rogers. Það er merkilegt hvaða lög maður vaknar með í hausnum. Dagurínn í dag hefur verið dóníneraður af þessu lagi svo ég sá ekkert annað í stöðunni eða að skella mér á internetið og dánlóda því sem snöggvast. Svo þessa stundina eru Dolly og Kenny að syngja þetta saman.

Annars fór ég eldsnemma í morgun einmitt raulandi lagið Islands in the stream á skrifstofu De Key og endurheimti 400 evru tryggingu. Svo fór ég bara niðri bæ og keypti mér svona Canon myndavél á tilboði.

Svo fór ég í bókabúð og keypti tvær bækur um raunveruleikasjónvarp. Jú, þetta misserið ætla ég að fókúsera á R-TV. Fullkomin afsökun til að glápa á sjónvarpið í vísindaskyni.

Kaffivélin komin í hús. Leigði mér á laugardag svona Bakfiets, hjól með vagni að framan og sótti allt dótið mitt á Prinsengracht. Svo nú eru allar mínar veraldlegu eigur hér í A'dam komnar á Czaar Peterstraat.

Enn er síminn hljóður.

Nóg - er - komið

set vélina í hleðslu og svo fá lesendur þessarar síðu að fylgjast með lífi mínu í máli og myndum. Allt í anda R-TV

bless

Engin ummæli: