Það er eplailmur og ítölsk kona í herberginu mínu. Ég sit í jasperstólnum. Jasperstóllinn markar ný tímabil í mínu lífi.
Afmælisdaginn minn síðasta buðu Christian og Louise mér með þeim til Leiden að heimsækja vini sína sem þar búa. Þá höfðum við þekkst í tvo daga og vorum svona að þreifa hvers annars persónuleika. Jasper heitir drengur, vinur hins danska pars. Átti hann stól einn myndarlegan en bauð christian hann að gjöf, þar sem sjálfur hafði hann ekki pláss fyrir hann á framtíðar heimili sínu hver hann var í þann mund að fara að flytja. Þáði Christian boðið og þá um nóttina fórum við þrjú, ásamt stólnum, aftur til Amsterdam. Jasperstóllinn er nokkuð stór og tekur talsvert í eftir nokkurn burð. Svo við Christian skitpumst á að bera hann - fyrst frá heimili Jaspers að lestarstöðinni í Leiden og svo frá Amsterdam-Sloterdijk. Í allt um fjörutíu mínútna labb.
Og nú er stóllinn í herberginu mínu, en ég var arfleiddur af honum eftir að Christian og Lousie fluttu aftur til Danmerkur nú í vikunni.
Ég vona að Jasperstóllin marki ekki lok vináttu okkar þriggja líkt og hann markar upphaf hennar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli