21. jún. 2007

Blogga í útlöndum

Þá er maður kominn aftur heim. Heim til Svíþjóðar. Enda á ég ekki heima á Íslandi. Þar er ég gestur og þvælist á milli bústaða.

En nú er ég heima hjá mér og það er gott að vera heima. Það er best að vera heima. Sofa í rúminu sínu. Sitja við skrifborðið sitt. Borða matinn sinn og drekka kaffið sitt. Sitja á klósettinu sínu og lesa bækurnar sínar.

Hér er hlýtt. Ekki of hlýtt en ekki kalt. Gott. Temmilegt. Passlegt. Gott.

Stuttermabolaveður - rólegheit - sporvagnar

Engir jeppar...

2 ummæli:

Króinn sagði...

Gaman að skoða myndirnar úr Miðfjarðará. Yndislegt greinilega.

Nafnlaus sagði...

Engir jeppar? Hvernig kemst fólkið um?