24. júl. 2007

Gamlir tímar

Mér hefur verið hugsað til gamalla tíma undanfarið. Jæja, kannski ekki gamalla - en eldri a.m.k. Það er undarlegt að geta notað miðstig til að draga úr frumstigi. Að eldri geti á einhvern hátt verið yngri en gamall. Þú skilur... Eldri kona er t.d. ekki alveg jafn gömul og gömul kona.

Hvað segirðu varstu að tala við gamla konu?
Nja, þetta var svona eldri kona.

Tengt afstæði. Jóhann er ekki gamall þó hann sé eldri en Gunnar.

Merkileg tík, þessi semantík.

En ég hef sum sé verið að hugsa um horfnar stundir. Gamla tíma. Eldri minningar.

Nostalgía? Svei mér.

En fyrst maður var farinn að spjalla um semantík og tungumál. Eitt er undarlegheit sem ég þreytist ekki á að flissa yfir í sænsku. Það er skrípi eins og: det här bordet. Eins og í setningunni: Är det här bordet ledigt? Beint mætti þýða þetta svo: Er þetta borðið hér laust?

Meikar bara ekki sens!

2 ummæli:

Króinn sagði...

Kolbeinn til dæmis: Hann ER ekkert gamall! (Thó látinn sé)

Pétur Maack sagði...

Dittó, þ.e. með nostalgíuna. Mér hefur einmitt orðið tíðhugsað til ykkar Finns þessar vikur eftir að við gáfum þig í brúðargjöf minn kæri. Hún var ljúf sú helgi. Því hef ég heitið sjálfum mér því að hitta ykkur tíðar og m.a.s. (í samráði við Gullu) að plana að vera með í næsta áramótagilli; í París eða annars staðar!