31. júl. 2007

Brandari

Reykjavík hefur verið útnefnd grænasta borg í heimi.

Ég tek þessari útnefningu með fyrirvara, rétt eins og GMB. Hann virðist alveg hafa skipt um skoðun síðan hann sagði: „Reykvíkingar hafa valið og þeir hafa valið einkabílinn!“ Mikið fagna ég því.

En það er ótalmargt eftir óunnið til að Reykjavík komist nálægt því að eiga svona nafnbót skilið:

Ég fagna grænum skrefum sem stíga á. Hvenær sem það nú verður gert.

En þau skref eiga án efa eftir að einkennast af hálfkæringi og hallærislegum tilraunum. Það virðist nefnilega aldrei vera hægt að gera neitt almennilega.

Af hverju er t.d. ekki fyrir löngu búið að leggja reiðhjólarein á Hverfisgötu og Lækjargötu? Gera kleift að hjóla án vandræða meðfram allri Hringbraut og Miklubraut? Fjölga grenndargámum fyrir endurvinnslu til muna? Bjóða námsmönnum fríar eða a.m.k. sérlega ódýrar ferðir með strætisvögnum?

Svo fáein lítil skref séu nefnd.

Vita borgarbúar yfir höfuð af þessum skrefum sem ætlað er að taka?

2 ummæli:

Króinn sagði...

Thetta er nú eitthvad mjøg skrýtinn listi yfir grænu borgirnar. Vinnur ekki Reykjavík fyrst og fremst út á vatnsorkuna? Sýnist thad helst. Meiri bull-listinn. En kannski er thetta hád. Hlýtur eiginlega ad vera.

Unknown sagði...

Hvar er eiginlega Dalvík á þessum lista?