16. jún. 2013

Lax



Í dag rigndi og deginum var að mestu eytt heima. Jóhanna og Nói fóru saman út áður en regnið skall á. Þau urðu strandaglópar á Kardemumman. Ég fór á hjólinu til að hitta þau og til að kaupa lax. Hann var ég að útbúa núna og henda inn í ofn ásamt með kartöflum:

Ofnbakaður lax og kartöflur:

 Hálft kíló af kartöflum skornar í báta.
Sítróna, eða tvær
Ólifuolía, slatti
Tvær gulrætur
Tveir stilkar af rósmarín
Salt
Pipar

Hrært saman í skál þannig að hver bátur er þokkalega þakinn rósmarín. Fullt af öllu bara.
Inn í ofn í skúffu á 225 í 45 mín.  Hrært í og kreist úr meiri sítrónu í hálfleik

Laxbitar, nóg fyrir hvern og einn settir í eldfast mót
Kreist úr hálfri sítrónu yfir bitana
Salt og pipar
Nokkrar rósmarínnálar og matskeið af fersku timjan fínsaxað og borið á laxbitana
Inn í ofninn síðasta korterið eða svo

Þetta er ekki vont.

Engin ummæli: