2. feb. 2014

Sunnudagur

Drengurinn harkaði af sér þessi veikindi eitursnöggt. En hóstinn situr í greyið astmabarninu. Ég vona að þetta eldist af honum.

Þetta hefur verið nokkuð viðburðarrík vika svona miðað við margar aðrar á þessum tíma árs. Göteborgs film festival er í gangi og fókusinn er á Ísland í þetta sinn. Á meðal íslenskra mynda er Málmhaus sem Obba leikur í. Hún kom í bæinn til að fylgja henni eftir. Sérstakt Íslandskvöld var á miðvikudaginn á Pustervik, þar sem Hjaltalín spilaði. Ég kíkti þangað með Anders og hitti þar líka Obbu. 

Á fimmtudaginn fengum við svo pössun og við Jóhanna fórum og sáum Málhaus og hittum svo Obbu eftir á. Það var gaman. Á Pustervik rakst ég líka á Ola Rapace, sem blótaði mestmegnis Gautaborg. Hressandi!

Í gær, laugardag, fengum við svo næturpössun og gátum kíkt á aðra mynd, Lamma shoftak, palestínska mynd um fólk í palestínskum flóttamannabúðum árið 1967. Mæli með henni.

Eftir hana fórum við á Moon Thai og í heimreisubjór á Tullen.

Nú eru þau mæðgin í mat hjá pake og ég vinn og fæ mé einn kaldan á Old Town.

ES. Affrysti frysinn í gær. Ánægður með það.

Engin ummæli: