30. júl. 2008

Vitleysisgangur

Hann er nú meiri sauðurinn þessi borgarstjóri í Reykjavík.

Annars er ég á báðum áttum í stóra listaháskólamálinu. Ég á erfitt með að sjá hvernig hægt er að byggja listaháskólahús sem myndi almennilega sóma skólanum um leið og haldið er í þessi þrjú hús þarna á reitnum. Er slík samsuða ekki dæmd til að verða að einhverju moðverki sem yrði sérdeilis engin bæjarprýði? Ég hef amk ekki hugmyndaflug í slíkt ævintýri. Ef það er ætlun manna að halda í öll hús sem kalla má "gömul" á Laugaveginum er ég líka hræddur um að það verði bara til að hamla gegn uppbyggingu á götunni. Væri ekki nær að reyna að halda einshverskonar innra samræmi á tilteknum köflum á Laugaveginum frekar enn að hafa bárujárnshús dreifð inn á milli einhverra steinkubba? Pæling. Kaflinn þar sem hús Listaháskólans á að rísa er t.d. umsettur svona kubbahúsum. T.d. herrahúsinu eða hvað það heitir þarna á hinu horninu. Er svo ekki há steinbyggining beint á móti. Væri ekki alveg málið að flytja þessi gömlu hús bara og svo smella listaháskólabyggingu inn á reitinn sem myndi mynda einhverja heild við húsin í kring á flottan og framúrstefnulegan hátt.

Hmmm - annars er ég almennt á því að reykjavík fái að halda í flest af sínum fallegu bárujárnshúsum. Svei mér þá - líka bara að bárujárnsklæða ný hús svona til að halda samræmi.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Frábært að fá listaháskólann í bæinn. Bottomlænið er hins vegar að þeir fara mjög gróflega fram úr leikreglunum í deiliskipulagi um byggingarmagn. Koma svo fram og væla undan því að annað sé bara ekki hægt. En af hverju sögðu þeir það ekki strax þegar farið var að ræða skólann á þessum stað?

Þetta er, því miður, dæmigert viðhorf í skipulagsmálum í Reykjavík: Reglur eru bara fyrir.

Svo er byggingin bara ekki nógu flott heldur. Frekar ófrumleg og flatneskjuleg hugmynd.