20. jún. 2005

Haaaa

Ég hætti mér ekki út úr húsi. 31 segir hann mælirinn á húsinu á móti. Shiiit. Playlistinn cominn á random eða svokallað shuffle play - Fyrsta lag - Cat Power - Annað lag - Bítlarnir - Þriðja lag - The Supremes - Fjórða lag: Ekki vitað enn - 2941 möguleiki. Eitt atriði truflar mig nokkuð í enskri túngu. Það er fyrirbærið "one and a half" og svo fleirtala, t.d. "one and a half weeks" - það fer líka nokkuð í taugarnar á enskumóðurmælandi fólki þegar ég spyr hvers vegna þetta sé svo. Ekki skánar þegar ég spyr Ameríkana afhverju þeir segja "1 years old" - ég held ég sé nefnilega málfasisti á ensku. Í skilninginum "við gerum þetta allt öðruvísi í íslensku, sem er vitaskuld réttara". getur eitthvað verið réttara? eru hlutir ekki bara annað hvort réttir eða rangir. og svo "ekki beinlínis rangt" eða "næstum rétt". sem sagt ekki réttara eða rangara. Ég hugsa að ég þurfi að hætta mér út úr húsi bráðlega. ísskápurinn er tómur sem merkir nú bara aðeins eitt: ekkert kalt hægt að fá hér í húsinu, tja nema að ég setji vatn í flösku og kæli ... viti menn það gerði ég einmitt í gærkvöldi þegar ég sá fram á að ég myndi ekki ná að sofna í mollunni. græna teið hjálpaði lítið. annars var fjórða lagið með Sugarcubes og fimmta lagið með Paul Revere and the Rangers og nú syngur Solomon Burke. Jövla gaman að sjöfla svona pleilistann/pleilistanum. Hvaða fall ættli sjöfla taki? Er þetta ekki eins og stokka í íslensku? Hvaða fall tekur stokka? Þágufall er það ekki? Hvað um það - farinn út í hitann til að kaupa eitthvað kalt. þá er maður fegin að búðin er bara hér á hæðinni fyrir neðan.

Engin ummæli: