21. jún. 2005

Svona

það er svona hugguleg svitalykt í loftinu eftir gærdaginn. 34 gráður þegar best/verst lét. Nú eru þetta ekki nema svona 24 gráður, sem er mun betra.

Bright Eyes syngur í mig kjark til að takast á við verkefnið.

Sem ég er löngu búinn að missa allan áhuga á...

Mest langar mig bara að lesa í ljóðabókum.

En það sé ekki hægt.

3 ummæli:

Króinn sagði...

Mikið vorkenni ég þér og þínum 33 gráðum lítið hér úr sex íslenskum gráðum og einhverju sem heitir sumar en er það ekki. Meira svona þokkalegur marsdagur á byggilegum bólum þessa heims. Ég er svo sannarlega til í býtti.

gulli sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
gulli sagði...

ekki er það bók en á einhverju verður að byrja
því yrki ég þér þetta leirmoð þú ofaldi kálfur
lítið og stirt og líklegt að fólk muni spyrja
hvort ljóð skuli kalla eða ekki, þú ræður því sjálfur