Þegar maður skrifar ritgerðir fær maður stundum svona óskaplegt leið... óskaplegan leiða... á þeim. Slíkt á amk við í þessu tilfelli. Þá finnur maður sér stundum eitthvað allt annað að gera. T.d. að koma reglu á lagasafnið í tölvunni. Skrá niður plötuheiti og ómerkta lagafæla. Svo tekur maður sér sinn tíma í að laga kaffi og endurraða í ísskápnum. Svo fer maður að reyna að laga vatnshitarann því allt í einu langar mann svo í sturtu. Eftir misheppnaðar tilraunir sest maður svo að nýju við tölvuna, starir á tölvuskjáinn og bíður eftir hugljómun en ekkert gerist og áður en maður veit af er maður búinn að logga sig inn á blogger og blogga smá.
Til er fólk sem veit ekki hvað blogg er. Ég dáist að slíku fólki. Það er skrítið er þó er að helmingur samnemenda minna vissu ekki hvað blogg var þegar spurt var um það í haust. Þess má geta að við erum að læra Media Studies.
Hvað um það. Ég held ég þurfi á klósettið. Þar má maður amk eyða þónokkrum mínútum án samviskubits. Máksi ég taki með mér þangað Moby Dick, þá hrútleiðinlegu sögu. Þá er kannski von til þess að maður sofni og nái þar með að drepa enn meiri tíma.
Kannski
Engin ummæli:
Skrifa ummæli