5. maí 2006

föstudagsgetraun

Það er föstudagur og að venju eru það Rolling Stones sem fá að hita mig upp fyrir daginn með Jigsaw Puzzle. Spillistinn farinn í gang. Þessa dagana er ég mestmegnis í vinnunni. Hef lítinn tíma til annars. Jú ég get reyndar hlustað á tónlist á meðan ég spila og ég nýti mér það í þaula. Þannig hef ég uppgötvað nokkur bönd síðustu daga. Núna er ég t.d. að hlusta á the clientele ? það er ágætt. Svo heyrði ég um daginn Man Man sem er alveg magnað band. Gulliminn hefði líklega gaman af því. Platan heitir Six Demon Bag. Art Brut er líka stórskemmtileg hljómsveit með plötuna Bang Gang Rock and Roll ? hana ætla ég að kaupa mér. Svo er Destroyer?s Rubie í stöðugri spilun hjá mér.

Jæja ? meiri tónlist minna mas

En verð ég ekki samt að stinga inn föstudagsgetraun fyrst þetta er orðið hálfgert föstudagsblogg. Þá er við hæfi að hafa það tónlistargetraun.

Spurt er um hljómsveit:

1. vísbending: Lykilmanni hljómsveitarinnar hefur verið lýst sem söngvaskáldi sinnar kynslóðar.

Í verðlaun er nafn vinningshafa (+ gestur) á gestalista fyrir fyrstu tónleika Skonrottunnar.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki vinur okkar allra rokkara og ljóðlistenda Jim Morrison.