2. nóv. 2006

Lífsmark?

Hér er lítið um að vera. Mikið um að vera í vinnu hins vegar. Líklega of mikið.

Er vettvangur.net þar er meira um að vera.

Kannski einhvern daginn megi sjá staf eftir mig þar. Kannski bara.

Er þetta íslenskur vetur sem koma skal. Frost og úrkomulaust einn daginn. 15 gráðu hiti og rigning þann næsta? Hollenski veturinn var dálítið þannig. Nema frost í eina viku. nokkrar gráður og rigning þá næstu. Á Íslandi eru öfgarnar meiri. Ekki skrítið að við séum svona öfgafull þjóð.

"Keyrum á pikköpp, veiðum hval, kaupum Danmörku, döfull skulum við vinna júróvísjón!!"

Áfram Ísland!

Í gærkvöldi sá ég börn á vappi í Þingholtunum klædd í skuggalega búninga. Hugsaði ekki út í það fyrr fyrr en ég mundi eftir Hrekkjavökunni. Í gær var sum sé allraheilagramessa, hrekkjavaka er haldin kvöldið fyrir allraheilagramessu. Sú hefð að halda hrekkjavöku er varla rík á Íslandi. Ekki partur af menningunni hér. Þess vegna er það ekki undarlegt að fólk misskilji konseptið og haldi hrekkjavöku degi of seint. Ég spyr mig hins vegar: af hverju finnur fólk hjá sér þörf til að halda hrekkjavöku? Er þetta Ameríkuvæðing? Varla áhrif frá Írlandi. En jæja. Fólk má mín vegna halda hrekkjavöku hér á landi. Jafnvel 1. nóvember ef því sýnist svo.

Skondnir svona hlutir sem tilheyra menningu í Evrópu, flytjast til Ameríku og eru svo kynntir aftur fyrir Evrópu sem eitthvað amerískt og kúl. Pizzan t.d.

Engin ummæli: