Undanfarin ár hefur borið talsvert á nýju samfélaglegu vandamáli hér í Hollandi. Hópreiðar á almannafæri. Er þá ekki átt við hestamennsku. Það hefur sem sagt færst talsvert í vöxt hér að fólk hópist út á hraðbrautir og í garða og bílastæði og og eigi kynmök. Í fyrstu var þetta einkum bundið við homma og þótti bara í lagi. Enda Hollendingar almennt frekar skilningsríkir gagnvart þörfum samkynhneigðrar. En nú hafa sum sé gagnkynhneigðir áttað sig á unaðssemdum kynlífs undir berum himni. Svo vinsæl er þessi iðkun að talað er um plágu og að ömmur geti ekki lengur farið út með barnabörnin án þess að fyrir sé hópur fólks í orgíu.
Þetta var nýlega tekið upp á þinginu hér og talað um að lagasetningu þyrfti til að sporna við þessu. En Hollendingar, eins og þeir eru, vilja síst banna þetta. Frekar koma böndum yfir þetta. Þannig hefur verið talað um að afmarka svæði í görðum og skóglegndi þar sem kynmök séu heimil. Þannig væri komið upp merkjum við slík svæðið þar sem ömmur með barnabörnin sín í göngutúr verði varaðar við: "Varúð reiðsvæði! Athugið hér fara fram hópreiðar. Öll ganga um svæðið er á eigin ábyrgð."
1 ummæli:
amm,
þetta ku hafa verið vandamál í Englandi um nokkurt skeið, kallast dogging. Tilkynningar um fundarstaði fara á milli í sms þannig að þetta er í raun skylt 'mobbing' öðru nýlegu fyrirbæri. Kikkið er sumsé að ríða ókunnugu fólki.
Bresk heilbrigðisyfirvöld höfðu víst mestar áhyggjur af smithættu enda hlýtur hún að vera töluverð.
Skrifa ummæli