Máski hefði verið skárra að segja "...þurfa ekki endilega alltaf..."
Ekki er merkilegt orð í mörgum tungumálum. Ég set það jafnan á rangan stað í hollensku. Þar sýnist mér að reglan sé að setja það sem aftst. Dat kan nu niet, eða eitthvað álíka. Ég man ekki hvar ekki á heima í íslensku, VP-viðhengi kannski. Man ekki.
2 ummæli:
Leyfu mér að fríska upp á minnið.
Einhverntíma héldu menn að neitun væri VP-viðhengi ... það var fyrir daga naumhyggjunnar. Sumir halda þetta þó enn, en flestir trúa því að neitunin sé í NegP sem ku vera staðsettur milli IP og VP eða milli TP og VP eða milli AgrP og TP ... það er eins og um svo margt annað að menn eiga erfitt með að sættast á eitt um þetta ...
Flestir eru þó sammála um það að hollenska og þýska neitunin eigi uppruna sinn innan VP sem skýrir hversvegna henni þykir best að hanga aftast.
grunti mig að ghrafn myndi svara þessu! En nú man ég líka eftir þessum NegP - enda las ég um hann töluvert fyrir tæpum tveimur árum. Það er meira hvað þessi media studies hafa náð að þurrka út allt sem ég lærði í gamla masternum. Kannski ekki allt. En sumt. Ósköp fátt svo sem. Bara þetta með NegP - og svona dótarí.
Skrifa ummæli