5. júl. 2005

Sjallarei

Sturtuferð lokið og ég sit í stólnum græna með lappann í kjöltunni eins og vera ber. Kaffi komið í bollann, þetta líka fína sænska kaffi sem við Jóhanna sæta sænska keyptum í IKEA.

Ég vek athygli á SUDOKU grein Margrétar á Sellunni. Það er smá SUDOKU æði í gangi hjá hjónaleysunum á Czaar Peterstraat - enda bjargaði spilið hinni flughræddu Jóhönnu í þrígang hér á ferðalagi okkar um daginn, auk þess að stytta okkur stundir í fjögurra tíma rútuferðalagi frá Köben til Göten.

SUDOKU rokkar

Kaffið drekk ég með bestu lyst og nú er tími til kominn að tengja

2 ummæli:

Pétur Maack sagði...

gott að vita að þú ert samt ekki hættur að þrífa þig þó að þú hangir yfir sudoku

gulli sagði...

usss. ég datt inn í þennan fjanda og hef ekkert getað unnið!

ég tek nokkur með mér heim