Ég hef svona aðeins verið að skoða almenn hegningarlög varðandi kynferðisbrot. Margt sem ég skil ekki. t.d.
Hver sem með blekkingum, gjöfum eða á annan hátt tælir ungmenni yngra en 18 ára til samræðis eða annarra kynferðismaka skal sæta fangelsi allt að 4 árum.
Hver sem greiðir barni eða ungmenni yngra en 18 ára endurgjald gegn því að hafa við það samræði eða önnur kynferðismök skal sæta fangelsi allt að 2 árum.
Nú skil ég ekki alveg muninn á "blekkingum, gjöfum eða á annan hátt" og "greiðir barni". Afhverju fær maður bara 2 ára fyrir að "greiða" en 4 ár fyrir að "gefa"?
Sum sé, ef ég segi við 17 ára ungling, ég skal GEFA þér pening ef þú hefur kynferðismök við mig og hann síðan kærir mig á ég á hættu á 4 ára fangelsi. Hins vegar ef ég segi við hana, ég skal BORGA þér fyrir að hafa kynferðismök við mig og unglingurinn kærir á ég bara hættu á 2 ára fangelsi.
Svo þykir mér þetta nokkuð merkilegt:
Hver sem hefur samræði eða önnur kynferðismök við mann sem heldur ranglega að mökin eigi sér stað í hjónabandi eða óvígðri sambúð eða hann er í þeirri villu að hann eigi mök við einhvern annan skal sæta fangelsi allt að 6 árum.
Svo þykir mer eftirfarandi klausa merkileg í ljósi hernaðar íslenska ríkisins:
Sömu refsingu [fangelsi allt að 10 áru] skal hver sá sæta, sem af ásetningi eða gáleysi stofnar hlutleysisstöðu íslenska ríkisins í hættu, aðstoðar erlent ríki við skerðingu á hlutleysi þess, eða brýtur bann, sem ríkið hefur sett til verndar hlutleysi sínu.
Svo vil ég að síðustu minna á 86. grein almennra hegningarlaga:
Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.
jú
Engin ummæli:
Skrifa ummæli