Það er sunnudagur. Ég útbjó laxasallat handa okkur hjónaleysunum og nú sit ég og vinn og hlusta á Love pleylistann sem ég útbjó í tölvunni. Ein og er syngur Gloria Estefan um Everlasting love.
Já, ég fékk dálítið prófarkalesturverkefni og gat því boðið ástinni minni upp á lax í gærkveldi. Svo horfðum við saman á Meet Joe black. Þá gall í Jóhönnu að við værum orðin svo dómestikeited. Jú, satt er það - enda er það bara fínt.
En aftur að verki. Lofaði kúnnanum að ég myndi skila verkefninu í dag.
Jóhanna situr og málar með litunum og penslunum sem ég gaf henni í afmælisgjöf. Hún er svo mikil listakona, hún stúlkan mín, sæta.
Gloria Jones syngur um Tainted love.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli