Eitt af því sem heldur lífi í bloggi og kjarki í bloggurum er vitneskjan um að einhver lesi bloggið. Þannig eru teljarar oft besti, eða versti vinur bloggarans og kommentakerfi bráðnauðsynlegt til að lífleg umræða um síðustu skrif geti skapast og um leið bloggaranum til vitnis að fólk sé á ferli í gegnum síðurnar.
Ekkert hefur verið kommentað hjá mér um stund og engan hefi ég teljarann svo að ég er orðinn nokkuð stressaður. Ætla ég því að bregða á ráð sem margur bloggarinn hefur gert en það er að hafa hér getraun.
Þessi er með vísbendingum og sérlega til þess fallin að vekja upp smá líf hér á síðunni í amk næstu þremur færslum ef vel text til.
Fyrsta vísbending:
Spurt er um sjónvarpsþáttaröð. Tilheyra sjónvarpþættirnir svo kölluðu aðstöðugríni eða sitkom og fjalla um fjölskyldu þar sem fjölskyldufaðirinn er settur í miðið.
Í öðrum fréttum er það að Jóhanna er komin með vinnu. Hún mun á þriðjudaginn byrja að hringja í Svía og reyna að selja þeim eitthvað. Eða hvað nú það er sem fólk gerir í svona kall centre. Sjálfur reyni ég að lifa af skrifum, sem gengur ekki neitt.
5 ummæli:
Hlýtur að vera King of Queens. Annað kemur ekki til greina.
gilmore girls
The Cosby Show?
cosby góður, önnur tilgáta:
everybody loves raymond?
Raymond
Til hamingju Johanna
Skrifa ummæli