29. nóv. 2007

Ég er þreyttur. Þreyttur á íslenskum karlpúngum. Reyndar er ég þreyttur á mestmegnis íslensku þjóðinni en þó sér í lagi íslenskum karlpúngum. Þá er ég gríðarlega þreyttur á íslenskum karlpúngum sem skrifa á moggabloggið.

Nú eru hagkauparar búnir að koma upp einhverju pabbahorni í búðinni hjá sér. Jájá, gott og vel að þjónusta þreytta karla sem vilja frekar horfa á enska boltann og leika sér í playstation en að fylgja konunni sinni í búðina og versla með henni í matinn. Aumingjans konur sem eiga þannig karla segi ég þá bara.

Svo er skrifuð um það frétt og Sóley Tómasdóttir spurð álits á þessu framtaki hagkaupara. Hún segir að sjálfsögðu að henni finnist þetta skrýtið uppátæki. Þá fara karlpúngarnir á moggablogginu að emja og væla og saka hana og alla aðra femínista um fanatík og að vera að væla yfir öllum sköpuðum hlutum og að nú eigi að fara banna mönnum að hvíla sig og horfa á enska boltann og segja að konum sé nú sjálfsagt velkomið að kíkja á enska boltann og leika sér í playstation í „pabbahorninu“.

Því karlpúngar skilja ekki púnktinn. Sjá ekkert einkennilegt við það að árið 2007 ýti stærsti stórvörumarkaður landins undir þá undalegu staðalmynd að karlar nenni ekki að versla í matinn. að þeir fylgi aðallega með í hagkaup til að keyra konuna þangað. Að karlar hafi engan áhuga á því að annast heimilið, nema kannski að smíða sólpallinn og grilla svo á honum.

og nei, það væri ekki skref í rétta átt að bjóða upp á mömmuhorn í Húsasmiðjunni.

fífl

8 ummæli:

Gummi Erlings sagði...

Hárrétt hjá þér. Svona eiga menn að vera (eins og þú, sko).

gulli sagði...

já, ég verð iðulega pirraður þegar ég skoða moggabloggið. missi hreinlega trúna á tjáningarfrelsinu, því þar glymur svo helvíti hátt í svo helvíti mörgum galtómum tunnum

Nafnlaus sagði...

Hvað ég er sammála þér Hjörtur og móðguð eiginlega bara!! Njóttu þess að vera í burtu frá þessu plebbasamfélagi...ekki síst núna þegar jólatryllingurinn er að hefjast!
Til að eiga séns á að komast í jólaskap þarf ég að:
a)heyra ekki í útvarpi
b)hafa ruslafötu undir póstlúgunni c)horfa á sjónvarpið á netinu
d)fara í jólagjafaleiðangur snemma á mánudagsmorgnum.
Annars kafnar maður í skruminu!

Svo getur maður líka bara flúið til Parísar...:-)

Nafnlaus sagði...

Hvaða, hvaða. Síðan hvenær hafa karlpungar nennt að fara út að versla með frúnni? Afhverju læturðu einhverja vitleysingja á klakanum fara í taugarnar á þér? Þú átt ekki einu sinni heima þar!!

H

Króinn sagði...

Amen to that! Eins og talað út úr mínu hjarta, Hjörtur. Ekki eykst heimþráin við öll þessi tíðindi.

Táfýlan af moggablogginu er já líka ansi megn.

Fleira má líka týna til sem að táfýlubloggarnir eru alveg að tapa sér yfir, t.d. þetta með að afnema ,,ráðherra"-titilinn þegar konur eiga í hluta. Skrýtið þetta að það þyki alveg sjálfsagður hlutur að karlar séu ekki hjúkrunarKONUR, sendiherraFRÚR, eða flugFREYJUR en á móti þyki það fáránleg tilætlunarsemi í konum að vilja ekki endilega vera ráðHERRA eða sendiHERRA.

Kveðjur til Jöhdeborr frá hottintottalandi.

Unknown sagði...

ég bíð hins vegar spennt eftir því þegar Byko og Elko, setji upp kerlingarhorn, þar sem hægt er að lesa nýjasta slúðrið og kerlingarblöðin og fara í ókeypis nudd og manikjúr, hvað ætli fólk segi þá?

karólína

Sigga sagði...

Frábær færsla

Unknown sagði...

Amen og jáhá! Og velkominn til Plebbaville.