4. des. 2007

Við rákum upp stór augu í gærmorgun þegar við sáum í götunni fyrir utan gluggan hér svartan pallbíl og svartan benz-smájeppa.

„Nei sko! Þetta er bara eins og í Reykjavík,“ mælti Jóhanna.

Ég samsinnti með þögninni.

3 ummæli:

Króinn sagði...

...já, nema að í Reykjavík eru ekki smájeppar heldur upphækkuð risaskrímsli sem fitta ekki einu sinni inn í venjuleg stæði. Algjörlega nauðsynlegir sem bæjarbílar auðvitað.
Hér í Chile eru annars allir á svona pallbílum, eitthvað matsjó dæmi. Minnir óþyrmilega á íslenskan hillíbillí-hátt.

Nafnlaus sagði...

Já, Reykvíkingar og nærsveitis eru miklir sveitamenn, halda að þeir séu alltaf úti í sveit þar sem vonlaust sé að komast neitt nema á eigin bíl og undrast það þegar göturnar fyllast - skilja bara ekkert í því! Og heimsmennskan felst helst í því að líkja eftir amrískum sveitamönnum. Hinn íslenski heimsmaður er heimskur. Kveðja til Chile, Siggi - og velkominn heim í sveitaþorpið, Gautaborgari, hlakka til að sjá þig, segir faðir þinn.

Króinn sagði...

Kveðjur til baka á allar hæðir á bókasafnið, Einar.