3. jan. 2008

Sumt skil ég ekki

Ég þykist ekki vera alvitur og það er ótalmargt sem ég ekki skil. Ég skil t.d. ekki fólk kaupir sér flug frá Íslandi og miða á tónleika Íslendinga í Kaupmannahöfn. Varla er málið að það hafi verið ómögulegt að sjá Stuðmenn, Sálina eða Bó á tónleikum á Íslandi. Væri ekki nær að nota tækifærið í Köben og sjá aðra listamenn sem koma aldrei eða sjaldan til Íslands?

Skil ekki


BTW: Gleiðilegt ár - já og gleðileg jól - þau eru enn

1 ummæli:

Króinn sagði...

Já, rétt er það: verulega absúrd er það. Ætli Danir myndu hópast til Íslands til að sjá Kim Larsen?

Sem sannur Íslendingur hefur þú þá væntanlega verið á Skítamóralstónleikum eða á góðu giggi með Stjórninni þarna í París, er það ekki?