22. jan. 2008

Ný stjórn borgar

Mér fannst nú svo sem ekki ólíklegt að þessi meirihluti yrði skammlífur með Ólaf F innanborðs. En ég bjóst nú þó við að hann myndi tolla aðeins lengur.

Efsta mál á málefnasamningi nýja meirihlutans er að taka enga ákvörðun um flugvöllinn. Jú, það er kannski málefni.

Annars er nú svo sem margt gott í þessum málefnasamningi og ég get ekki séð að Ólafur hefði ekki komið mörgum þessara mála í gegn. Einkum kannski umhverfisslysið Mislæg gatnamót sem sjálfstæðismenn eru svo þyrstir í sem ekki hefði komið til greina.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Já já, margt ágætt þarna á pappír enda svo almennt orðað að enginn úr nokkrum flokki gæti mögulega verið ósammála því. Svo er þarna annað sem maður bara veit að er betur komið í annarra höndum, eins og til dæmis efling almenningssamgangna.
Hvaða heilvita maður heldur t.d. að einhver efling í almenningssamgöngum muni raunverulega eiga sér stað með fólk eins og Gísla Martein (,,Reykvíkingar hafa valið einkabílinn") við völd?