7. jan. 2008

Sjá

Jú - það má heldur betur segja þetta stutta frí sem ég tók mér hafi sannanlega verið til góðs. Maður sneri endurnærður til baka. Ekki spillir svo fyrir að í gildi hefur tekið yfirvinnubann í vinnunni sem verður tekið grafalvarlega á þessum bæ. Þetta var orðið að jafnaði ein auka vinnuvika í mánuði sem maður vann í yfirvinnu og ekki nema von að maður hafi nærri dottið niður af þreytu þarna síðasta vinnudaginn fyrir jól. Það mættu fleiri vinnustaðir taka sér þetta til fyrirmyndar að hreinlega banna fólkinu sínu að vinna endalaust eins og brjálæðingar. Við erum náttúrulega bara sauðir skal ég segja þér, sauðir.

Það enda fannst fyrir því strax á föstudag þegar ég var bara búinn að hella mér fólköli í glas og draga fram ljóðabók og segja blús á fóninn þarna rétt uppúr fimm. Það hefur ekki gerst.... tja lengi. Svo var endalaus orka í manni um helgina. Ég t.d. bakaði brauð, gerði miklar uppfærslur á monthly.se og duddaði svona við undirbúning litlu verki - sem kannski kemur út bara fyrir næstu jól?

oseiseijá

gott að vera kominn aftur í bæ þar sem almenningssamgöngur virka. Ég stóð mig að því að vera að taka leigubíla um allar trissur í Reykjavík til að komast á milli staða.

3 ummæli:

hugleikur dagsson sagði...

hjólið mitt er horfið.

Nafnlaus sagði...

White as your country this blog.

Mine is blue like the sea of Portugal.

Happy new year.

Fjalsi sagði...

Hulk - þá má segja að þú getur með réttu kallað þig Amsterdambúa