Hjörtur hérna
Get ekki annað sagt að ég sé útsofinn. Amk úthvíldur því ég hefi legið í bólinu síðustu þrjátíu og fjóra tímana. Tja fyrir utan ferð á vídjóleiguna til að sækja þrjár spólur og svo á kaffíhús í gærkveld til að drekka súpu. Eða borðar maður súpu? Mér finnst einhvernvegin að maður þurfi að tyggja mat til að borða hann. En máski er nóg sitja við borð á meðan maður innbyrðir hann.
Ég fer nú ekkert úr landi í bráð. Það eru bara draumar hjá manni. Nei, við Jóhanna ætlum að ferðast um Amsterdam í fríinu langþráða. Ferðalagið byrjaði í gær er við rannsökuðum rúmið mitt í þaula. Næst verður kannski farið á safn.
Mér finnst ég ekki kvabba nóg á þessari síðu. Geri það kannsi þegar ég hefi yfir einhverju að kvabba. Þessa stundinar er bara allt ágætt og sólin skín.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli