3. jan. 2005

Halló

Finnur fór í morgun og svo kom hann aftur. Það er orðið að vana hjá honum að vita ekki hvort hann sé að koma eða fara.

Annars var setið lengi við og er enn setið. Jú, því ég þarf að skila ritgerð í dag sem ég er varla byrjaður á. Svo eins gott er að láta hendur standa fram úr ermum. Stefni á að skila henni tveimur dögum á eftir áætlun.

Það er ekki auðvelt að byrja aftur eftir 14 daga sældarlíf og langan svefn. En það hefst með hægðinni.

Annars vil ég þakka öllum þeim sem hingað heimsóttu mig og einnig þeim sem hringdu í mig á jólunum. Svo má ekki gleyma þeim sem gáfu mér óverðskuldaðar gjafir. Ég þakka Tintin, Tóta kúl og Tótu frænku kærlega fyrir, einnig foreldrum mínum öllum. Ekkert fáið þið í staðinn nema þakklæti mitt, enda hafði ég fyrir löngu ákveðið að gefa öngvum gjafir neima þeim sem ætu með mér jólasteik.

Engin ummæli: