Undanfarið hefur mig dreymd hesta í gríð og erg. Veit ekki hvað þetta merkir. Ef ég væri með bókasafnið mitt góða myndi ég sækja mér þessar þrjár draumaráðningabækur sem ég á. Hvað getur þetta verið. Fyrst dreymdi mig að foreldrar mínir hefðu keypt handa mér þrjá íslenska hesta, ein gráan og tvo mosótta, máski að annar þeirra hafi verið móvindóttur þó, sá það ekki skýrt. Með hestunum fylgdi líka tún svo ég gat haft þá í girðingu. Svo dreymdi mig einn af þessum dráttarklárum sem draga hestvagna um bæinn hér. Óskaplega fallegur og svona risatór. Ég var eitthvað að brölta í kringum hestinn svo hann fældist og tók á rás með kerruna í eftirdragi. Í nótt dreymdi mig svo hest í fjarlægð. Hann bara stóð uppi á kletti og sýndi sig.
Belle and Sebestian sögðu eitt sinn: If you?re ever feeling blue then write another song about your dream of horses.
Ég geri þetta einhvern daginn þegar ég er blár. En nú er ég glaður og kátur því lífið brosir við mér.
Einmitt núna eru samt Belle And Sebastian að syngja um Lísu sem varð blind.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli