20. jan. 2005

Þar sem ég nennti alls ekki að skrifa neitt henti ég þessari slöku grein á Selluna. En efnið er áhugavert. Máski ég skrifi um þetta ritgerð í sumar.

Annars er dagskráin í dag einföld. Ég ryksuga hér og þríf og svo hitti ég Jóhönnu sætu sænsku, Helder sæta portúglalska, Ri sætu dönsku, Johann sæta sænska og kannski fleiri sæta á Brouwerij 't IJ klukkan fimm og fagna próf- og ritgerðarlokum. Svo verður farið heim til mín (steinsnar) og matur eldaður og drukkið vín. Svo verður farið á Pakhuis Afrika á pönktónleika.

Jú, þetta hljómar vel

Engin ummæli: