Hjörtur hér...
Hér hringir símtækið í sífellu og í hvert sinn tekur hjarta mitt nokkra kippi. En aldrei eru þetta persónuleg símtöl. Bara eitthvert sölufólk. Gaman væri nú ef í eitt sinn vinur eða ættingi væri á hinum endanum og segðir eitthvað á þá leið að hann eða hún hefði nú bara hringt si svona til að tjá mér ást sína. Það gerði Stevie Wonder altjént og við Hullimann hlógum og skrítum sem skátastelpur tvær. En það var í þá daga.
Í gær var farið á djammið og hitt Diljá und Kompaní. Gaman var og fjör og ber ég þess nú ögvar bætur. Ekki enn en máski batnar mér með kvöldinu þegar Jóhanna kemur með kvikmynd og epli í farteskinu. Þá verður gaman. Gaman saman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli