Það er víst föstudagur. Hafði ekki alveg áttað mig á því. En fyrir mér er þetta bara dagur eins og allir hinir. Þetta rennur allt saman í eitt. Djammað á miðvikudögum og unnið um helgar.
Eitt að dásemdunum við að búa í Hollandi er að hér eru tvær stöðvar sem sýna Bráðavaktina. Reruns á einni og nýtt stöff á hinni.
Í græjunum syngur Elvis og biður mig um að leyfa sér að vera bangsinn minn. Er að spá hvort ég eigi að fá mér te og bjóða svo síðkvöldsgestinum upp á rauðvín eða hvort ég eigi að fá mér rauðvín og bjóða síðkvöldsgestinum upp á te. Ó hvað líf mitt er erfitt, en gaman.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli