3. feb. 2009

Landbúnaður

Ég sá merkilegt viðtal í fréttum í gær við bændur sem framleiddu metangas úr mykju kúnna sinna. Húrra fyrir þeim.

Ein helstu rök sem eru notuð á móti einhverskonar þreifingum í átt til Evrópusambandsins eru að það myndi rústa landbúnaði hér á landi. Kannski satt. Miðað við óbreytt ástand!

Það er ekki hægt að segja að íslensku landbúnaðu standi einhverskonar traustum fótum eða hafi gert síðustu 30 árin, hafi hann gert það yfir höfuð. En ég er ekki viss um að verndartollar, niðurgreiðslur og styrkir til mjólkurframleiðslu og lambakjötsframleiðslu sé endilega það sem við eigum að fókusa sérstaklega á.

Í landbúnaði felast ótrúlega mörg tækifæri, eins og viðtalið við metanbændurna sýndi.

snöggvast detta mér í hug nokkur áhersluatriði

Aukin áhersla á ónýttar aukaafurðir í landbúnaði, s.s. eldneytisframleiðslu
Aukin áhersla á lífræna ræktun og setja íslenskar afurðir í sérflokk í þeim efnum
Aukin áhersla á heimaframleiðsu og sölu til túrista, reyna að byggja upp héraðsbundin vörumerki
Aukin áhersla á skógrækt


jájá - og hvað fleira....

Engin ummæli: