Gildi bloggins verða mér ljós um þetta leyti á hverju ári. Ég er nefnilega stundum veðurbloggari, einkum þegar veðrið er gott. Ég hef náð, kannski fyrir tilviljun, að dokúmentera á hverju ári, vorkomuna.
Í dag röltum við Jóka niður í bæ. Við höfðum litið út um gluggan þegar við röltum á fætur um morguninn og sagt hvort við annað: Vorið er víst bara komið.
Á leiðinni í bæinn vorum við að velta því fyrir okkur hvort það væri ekki nokkuð fyrr á ferðinni en vanalega. Reyndum að rifja upp hvenær vorið bankaði á í fyrra. Þá hugsaði ég með sjálfum mér að ég gæti eflaust flett því upp á blogginu mínu.
Viti menn: Þann 4. mars í fyrra rita ég langa skýrslu um þessi mál, í tilefni af því að mér finnst vorið vera að koma. "Styttist í það?" Nefnist færslan
12. mars 2007 reit ég færslu með heitinu "Nálgast vorið?". 24. mars tala ég svo um fyrsta opinbera vordaginn.
2006 var ég á Íslandi og skrifaði ekkert um vorkomu, enda ekkert vor á Íslandi, bara vetur og sumar.
2005 var ég í Amsterdam. Ég tilkynni um vorkomu þann 15. mars, sem er nú svipað og hér í Gautaborg síðustu tvö ár, þrátt fyrir að liggja töluvert sunnar. Ég held hins vegar að skilgreining á vori hafi verið nokkuð strangari hjá mér þá, því fyrsta vordaginn tilkynnig ég um 19 gráður (á móti 9 gráðum í Gautaborg).
Árið 2004 skrifa ég vorfærslu 1. mars og 17 mars held ég því hreinlega fram að sumarið sé komið.
Lengar aftur nær ekki þetta blogg. Enda hafði ég fram að því verið á Íslandi á "vorin".
En sum sé. Vorið hefur síðustu árin komi um miðjan mars. Eins og í ár
2 ummæli:
Vetur og sumar á Íslandi? Er það ekki meira svona Kanada eða Rússland?
Ísland er meira svona bara eilíft haust og vor. Rok og suddi.
Annars sá ég á leiðinni heim frá Stokkhólmi forsíðuna á Expressen og þar spá þeir að vorhitinn sé kominn. Og þótt ótrúlegt megi virðast þá hafa þessar langtímaspár Expressen oft staðist. Var að reyna að fara yfir söguna í þessum efnum með Gunnhildi áðan. Hún keypti þetta reyndar ekki en ég stend á þessu fastar en fótunum.
Vorið er því komið í Skandinavíu.
Tja ég var nú á Íslandi í vetur og það var satt að segja hörkuvetur!
En Expressen sagði líka fimm vikur í röð síðasta sumar: Sumarhitinn kemur í næstu viku!! Þeir voru sannspáir fimmtu vikuna.
Skrifa ummæli