27. mar. 2009

Föstudagsgetraun

Það er föstudagur og þarf ekki að spyrja hverjir fá að verma stereógræjurnar í dag.

Reyndar datt annar hátalarinn út um daginn svo ég spila þá í mónó.

Í fréttum er þetta helst að ég er búinn að tapa auðkennislyklinum fyrir heimabankann.

oh well

Föstudagsgetraunin:

Spurt er um kvikmyndaleikstjóra. Hann er karlmaður og fæddist á fyrrihluta síðustu aldar.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Út frá þessari rækilegu vísbendingu tel ég auðsætt að átt sé við Clint Eastwood.

Gummi Erlings sagði...

Ég ætla að vera frakkur og stinga upp á Stanley Kubrick (fyrirvari: skv. áreiðanlegu prófi á flettismetti er ég Stanley Kubrick)

Nafnlaus sagði...

Francis Ford Coppola
-mvb

Finnur sagði...

Gulla tuðaði bara í bankanum þar til þeir slöktu á þessu lyklaræsknisdrasltékki

krummi sagði...

Ingmar Bergman