Í menntaskóla lærði ég einhver vinnubrögð um það hvernig ætti að orða spurningar í könnun. Eitt atriði var að hafa þær ekki leiðandi.
Núna er ég að hlusta á viðtal við ritstjóra heimasíðu félags leiðsögumanna. Það er í kjölfar mjög neikvæðrar einkunnar sem Geysissvæðið fékk í könnun á þeirri síðu. Það er vissulega fréttnæmt í sjálfu sér. En þegar í ljós kemur að spurning könnunarinnar var:
„Er Geysissvæðið subbuleg slysagildra sem er íslenskri ferðaþjónustu til skammar?“
Þá er kannski ekki undarlegt að niðurstaðan hafi verið neikvæð fyrir Geysissvæðið.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli