Ekki kom svarið á föstudaginn. Svo við höldum bara áfram. Komin eru nokkur gisk. Pulp Fiction, Bottle Rocket, Dirk Diggler. Ekkert rétt.
1. Vísbending: Að venju tengist getraunin kvikmyndaheiminum. Spurt er um kvikmynd. Hún er annað leikstjórnarverk leikstjórans.
2. Vísbending: Myndin er í raun stuttmynd en varð seinna fyrsti þáttur í þriggja þátta kvikmynd með sama heiti.
3. Vísbending: Með lengri útgáfu myndarinnar markar leikstjórinn sér einkenni sem er ríkjandi í seinni myndum hans. Kvikmyndir þar sem nokkrar ólíkar sögur eru sagðar sem tengjast með einum eða öðrum hætti.
4. Vísbending: Leikstjórinn er í hópi svo kallaðra óháðra leikstjóra og hefur fengið til liðs við sig nokkra af skærustu stjörnum óháðrar kvikmyndgerðar, t.d. Johnny Depp, Winonu Ryder, Steve Buscemi, Forest Whitaker og Bill Murray. Einnig hafa Tom Waits og Iggy Pop komið oftar en einu sinni fram í myndum hans. (nú hafið þið eitthvða til að gúggla.)
1 ummæli:
Jim Jarmusch og Stranger than paradise.
Skrifa ummæli