og mál til komið...
ég keypti sekk af svörtum ruslapokum í gær. það er líklega ein bjánalegasta fjárfesting sem ég hef lagt í. keyptir eingöngu til að fleygja þeim. get ég ekki alteins hent þessari evru bara beint í ruslið? nei, ekki án þess að eiga svartan ruslapoka. þannig að eigi ég evru sem ég vil fleygja í ruslið þarf ég fyrst að eiga svartan ruslapoka, til að eiga svartan ruslapoka þarf ég að eiga evru, ef ég á svartan ruslapoka á ég ekki evru til að fleygja í ruslið og þar með er svarti ruslapokinn orðinn gagnlaust rusl. þannig gerði ég evruna að rusli án þess að fleygja henni í ruslið. hefði betur átt að geyma evruna og kaupa mér bjór. hann fer altjént bara aftur í klósettið og fyrir flöskuna fæ ég 10 cent í pant.
oh well
Engin ummæli:
Skrifa ummæli