21. maí 2005

Af tvennu illu?

Kannski ekki. Solla vann og það er gott. Amk betra en halda í stromphausinn. Hins vegar sýnist mér að Solla ætli að halda áfram sleiknum við "þriðju leiðina" sem hefur ekki skila miklum framförum, svona sósíalískt séð amk.

En ekki nenni ég að hugsa um pólitík. Hún er leiðinleg.

Evróvísjón er skemmtilegt. Jafnvel þótt Ísland sé ekki með. En eru þátttaka Íslendinga í keppninni bara alltaf ávísun á vonbrigði. Í þetta sinn verður engum vonum brugðið því Nóregur vinnur þetta að sjálfsögðu. Og ég held með Nóregi - enda fæðingarlandið manns og svona.

Svo á ég líka Sænska kærustu. Sem hatar Nóreig eing og allir sannir Svíar. Svo það verður fjör á litla heimilinu á Czaar Peterstraat. Þrátt fyrir magavandræði og beinverki.

Skjáumst

2 ummæli:

Króinn sagði...

Gott hjá Jóhönnu Jötteborgsku! Ég hata líka Noreg og hef til þess tvöfalda ástæðu: Bý í Svíþjóð og er Íslendingur. Ekki það að ég haldi með Svíum: Áfram Moldavía!

Nafnlaus sagði...

Auðvitað höldum við með Norðmönnum. Þeir eru langflottastir, kannski fyrir utan ömmu frá Moldavíu. Annars nenni ég ekki að fylgjast með þessu, ekki frekar en formannsslag Samfylkingarinnar. Kveðja til sænsku stúlkunnar - heia Norge!