2. maí 2005

Drottningardagur


Amsterdam 1148
Originally uploaded by hjortur.
Það þarf ekkert að orðlengja um það. Hins vegar ætla ég að gera það. Á drottingardaginn fer fram stærsti flóamarkaður sem umgetur og það sem meira er, þar má gera góðkaup svo um munar. Við Jóhanna nýttum okkur það og keyptum pikknikktösku, plaggat af Keith Richard smátterísklæðnað svo og bestu kaupin: Þessar líka fínu græjur, Yamaha R300 magnara fyrir aðeins tvær evrur og þessa fínu hátalara með.
Drottningardagurinn er annars svona risastór sautjándi júni, bara hlýrri, appelsínugulari og bjór er seldur á hverju einasta götuhorni. Þá flykkist fólk út á götur og selur allt sem hægt er að selja. Sumir selja heilu búslóðirnar, aðrir tæma fataskápinn hjá sér, sumir losa sig við gömul leikföng eða bækur, aðrir selja steríógræjurnar sínar fyrir slikk, enn aðrir selja tannkrem, raksápu, bjór eða kjúkling. Við seldur aðgang að klósettinu á Prinsengracht 221-231. Fimmtíu cent á kjaft sem færði okkur (tíu manns) sextíu evru gróða. Fyrir það keyptum við bjór, vín og snakk. Ósköp er gaman á drottningardaginn.
Svo er ekki verra að vera þunnur á 1. maí og liggja í parkinum í 28 stiga hita og sofa úr sér. Í Hollandi nennir verkalýðurinn ekkert að mótmæla á 1. maí. Hann bara sefur úr sér eftir fylleríið á drottningardag.

2 ummæli:

gulli sagði...

soldið eins og ræflafrændurnir Þorri og Þrándur sem lágu í áfengismóki á Tryggvagötunni á meðan ég skálmaði einn um bæinn með hnefann á lofti.
svo drakk ég bara herstöðvaandstæðinga-kaffi með Friðriki Atlasyni og Agga í staðinn.

Nafnlaus sagði...

Já, almennilegur maður Gulli, get vottað það. Tók meira að segja aldraða foreldra sína með sér. Nú getur hann legið í þynnku með góðri samvisku næstu sunnudaga. En það er auðvitað eftir þessu kóngaslekti þarna í Hollandi að koma allri hollensku þjóðinni á fyllirí daginn fyrir 1. maí.