Við skötuhjúin vöknuðum ekki beinlínis snemma, en við vöknuðum þó. Ég setti Visions of Johanna á fóninn fyrir stúlkuna mína og lagaði kaffi og sauð egg. Svo fengum við okkur staðgóðan morgunverð, kaffi, appelsínusafa og egg, og ég bætti við köldu bjúga á diskinn minn og við átum þetta undir fögrum söng Dolly Parton. Það held ég að móðir væri sátt við mig nú. Sem ég vona að hún sé alla daga.
Nú eftir þetta klæðum við okkur upp og göngum á Dappermarkt og kaupum grænmeti og ég ætla að kaupa krydd og fræ til að setja í pott út í glugga. Nú er sumar og sólin skín og ekki verra að rækta kydd út í glugga.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli