15. maí 2005

Helgidagur

Það rann uppfyrir mér þar sem ég stóð fyrir utan rammlæsta verslun Albert Heijns að líklegast væri helgidagur í dag, jafnvel hvítasunnudagur. Þá þakkar maður Guði fyrir heiðingjana. Ekki loka þeir á hvítasunnudegi eða öðrum helgidögum. Máski einkum að þeir loki á ramödu eða einhverjum öðrum skrílshelgideginum. Svo þökk sé islam gat ég keypt kaffi og brauð. Sem ég ætla að drekka og eta núna, ef Jóhanna drattast einhverntíma á lappir. Svona kona á fætur með þig! (Hún neitar, vill bara liggja og lesa. Da Vinci lykillinn er svona spennandi).

Engin ummæli: