11. jún. 2008

öööö - fyrirgefðu mér á meðan ég gubba

Jæja - Svíarnir náðu að skella Evrópumeisturunum. Ég hálfpartinn bjóst við því. Veðjaði reyndar á 1-1 jafntefli þarna á barnum í gærkvöldi. Þrátt fyrir að vera Evrópumeistarar eru Grikkir ekki með neitt frábært lið. A.m.k. er það ekkert betra en sænska liðið, sem ég held að fáir hafi spáð sigri í þessari keppni. Það var þó gaman að sjá sigur í gær, eftir almennt séð ekkert sérlega skemmtilegan leik.

En Hollendingarnir eru og verða mitt lið. Fólk virðist sérlega hrifið af hollenska liðinu nú eftir frábæran leik á móti Ítölum - sumir jafnvel farnir að spá þeim sigri. Jú, það væri vissulega skemmtilegt. En þetta er hins vegar nokkuð dæmigerð byrjun hjá Hollendingum, þeir eru með helvíti gott lið og spila skemmtilegan fótbolta, byrja vel en ná svo alveg að klúðra málunum. En þeir hafa svo sem næstum alltaf komist í undanúrslit á EM frá því þeir unnu þarna 1988 og ættu alveg að geta það í ár og þá vantar bara herslumuninn til að fara í úrslit og svo þarf kannski örlítið meira átak til að sigra þar. Vona bara að ekki komi til vítaspyrnukeppni.

1 ummæli:

Króinn sagði...

...hvar kom gubbið í fyrirsögninni annars inn í þetta?

Ekki það að Megas á svo sem alltaf við. Ég segi því bara; Gulir eru straumar þínir og af því leiðir Heja Sverige!