1. Ég þoli ekki keðjubréf af neinu tagi. Séu mér send keðjubréf sendi ég þau umsvifalaust til baka í höfuð viðkomandi með skít og skömm. Keðjubréf sem hóta manni dauðsfalli og öðru óláni þykja mér ógeðfelld með endemum og slíkt ætti að banna með landslögum.
2. Ég hefi lengi vel hatast við Icelandair og þá fákeppni sem félagið hefur mátt njóta í þúsund ár. Ég hef lagt mig fram við að ferðast með Express í hvert sinn sem ég fer af landi. Nú er ég hins vegar stoltur eigandi vildarkorts félagsins og VISA og sé að ég get fengið ferð til London fyrir 14.000 fyrir okkur bæði, mig og Jóhönnu. Sem ég mun bóka hið snarasta.
3. Ég hef aldrei skilið afhverju Íslendingar halda úti landsliði í fótbolta, hvað þá að hér séu fleiri hundruð fótboltalið að bítast um bikara ár hvert. Íslensk knattspyrna er sorglegri en ævir John Merricks og Burt Reynolds samanlagðar ætti, líkt og keðjubréf að banna með landslögum.
4. Ég er einlægur aðdáandi Sálarinnar hans Jóns míns.
5. Ég er veikgeðja hræsnari, gjörsamlega laus við prinsipp. Ég kaus eitt sinn Samfylkinguna og studdi R-listann. Ég hef stolið mjólk og klósettpappír af þroskaheftum og verið handtekinn af lögreglunni. Þau atvik eru þó með öllu ótengd. Til vitnis um veikt lunderni mitt er þessi færsla.
Ég klukka huxy til baka sbr. 1. lið - auk þess alla þá sem lesa þessa síðu og eiga afmæli í janúar og september.
3 ummæli:
það kom nú fram í klukkinu að þú þurftir ekkert að taka þetta til þín, kæri vinur. en takk fyrir skítinn og skömmina ;)
Það er nú varla hægt að segja að það hafi beinlínis komið fram í klukkinu að maður þyrfti ekki að taka það til sín. Þar kemur fram að maður megi taka það til sín. Sem ég þáði hins vegar gjörsamlega ótilneyddur.
dísös! orðhengilshátturinn í þér, drengur. það kom ekkert fram í klukkinu sem neyddi þig til þess þá! alla vegana takk fyrir mig og gott að lundinn var góður.
Skrifa ummæli