30. sep. 2005

Ég hef hitt fólk finnst bloggið mitt svo fyndið og skemmtilegt. Mikið hlýtur það fólk að lifa leiðinlegu lífi! Hins vegar held ég að ég sé alveg þrælskemmtilegur kennari. Ekki góður kennari. En skemmtilegri en t.d. prof.dr. Eric Ketelaar, og líklega betri. Ketelaar þessi er helsi arkæfisti Hollendinga og sérlegur ráðgjafi drottningarinn um þau málefni. Hann er líka einn leiðinlegast maður sem ég hef fyrirhitt. Svo það er svo sem ekki erfitt að vera skemmtilegri en hann. En a.m.k. tel ég mig vera það. En hvað veit ég. Ég er náttúrulega nokkuð hlutdrægur í þessu máli. Svona dáltið.

Föstudagur annars hér á bæ. Ég er mikill föstudagsmaður.

Engin ummæli: