16. sep. 2005

Mér finnst google dæmið dáldið skemmtilegt. Fyrir utan þessa venjulegu leit. Þar sem maður slær inn og getur leitað að síðum eða myndum. Þá eru svona fídusar. T.d. að skrifa define: og svo leitarorð. Þá kemur vélin með nokkrar skilgreiningar á orðinu. Svo er hægt að fara á scholar.google.com og leita að lærðum greinum og ritgerðum. Earth.google.com er annað dæmi þar sem maður getur skoðað jörðina úr lofti. Alveg hreint magnað fyrirbæri! News.google.com er fréttasíða þar sem hægt er að leita líka að fréttum sérstaklega. Á print.google.com er hægt að leita að bókum og lesa í þeim. Svo í gær var opnað fyrir google.com/blogsearch þar sem á að vera hægt að leita í bloggsíðum eingöngu. Ef maður slær inn movies: og svo nafn á kvikmynd í leitarglugga er hægt að finna allt um viðkomandi kvikmynd. Hentar afar vel í mínu starfi. Ef maður kann skammstafanir fyrir gjaldmiðla er hægt að fá gengismun útreiknaðan, t.d. með því að slá inn "2,6 USD in EUR"

Veit svo sem ekki afhverju ég er að skrifa þessa lofgrein. Jæja, vildi bara koma þessu að.

1 ummæli:

Króinn sagði...

Google vekur upp nördinn í manni. Stórhættulegt stöff.