Ég hefi ákveðið að aka að gefa út ljóðabókina I am Spartakus. Ljóðin verða frumflutt hér á síðunni. Öllu heldur frumsýnd. Þau munu svo frumflutt á ljóðaupplestri á einhverjum barnum. Ég bíð bara eftir að einhver bjóði mér að flytja ljóð á einhverjum barnum.
Hér kemur fyrsta ljóðið. Það verður ekki endilega fyrsta ljóðið í bókinni. Ljóðið er runnið undan gamalli bloggfærslu.
Ungu skáldin
Ungu skáldin yrkja kvæði
um kúk og piss og sæði
halda þau séu algjör æði
Ungu skáldin yrkja kvæði
um eigin saur og blautu drauma
sjá ekki framfyrir
eigin standpínu
það er samt ekki
stórt á þeim tippið
þau eru bara orðin hálfblind
af allri þessari sjálfsfróun
Aldna skáldið orti kvæði
og ungu skáldin éta það
Ungu skáldin yrkja kvæði
án þess að að geta það.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli