[EM blogg]
Fyrsti hlutur fyrst: Holland - Portúgal. Hollendingar áttu svo sem skilið að falla úr keppni í þessum leik. Höfðu sýnt slæma takta í riðlunum og komust í raun út úr þeim með hjálp Tékka. Portúgalir, hins vegar, sýndu miklu betri takta en Hollendingar og það er líka skemmtilegt að heimamenn komist í úrslit. Enda gráta fáir hér í Hollandi. Liðið endaði í þriðja til fjórða sæti, sem þykir bara alls ekki slæmt.
Grikkland, Grikkland, Grikkland. Það má nú segja að þetta hafi verið andskotans lukka þarna í gærkvöldi. Að negla inn silfurmarki og svona líka tæpt, bæði markið og tíminn. Ekki nóg með að komast í úrslit, öllum að óvörum, heldur gerðu þeir það á kostnað Tékka, sem höðu unnið alla leiki sína til þessa.
Svo keppninni líkur eins og hún hóft. Grikkir og Portúgalir opnuðu keppnina svo það fer vel á því að þeir ljúki henni líka. Hins vegar fór það svo í opnunarleiknum að Grikkir unnu Portúgali. Ómögulegt er að spá fyrir um hvernir fer. Hins vegar hafa Portúgalir verið sterkari í fyrri leikjum mótsins. Það þarf þó ekki að segja neitt, því Tékkar höfðu verið sterkasta liðið í mótinu, þar til þeir þurftu að lúta í lægra haldi fyrir frísku liði Grikkjanna. Svo að þetta getur farið á alla vegu.
Ég held þó með Grikkjum. Þeir eiga alveg skilið að vinna eftir að hafa lagt Frakka og Tékka. Svo er líka gaman fyrir gestgjafa ólympíuleikanna að vera sitjandi Evrópumeistarar. Auk þess sem Portúgalir gerðu vonir mína um Órangskan sigur að engu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli